Jump to ratings and reviews
Rate this book

Veran í moldinni

Rate this book
Af einstakri einlægni og ósérhlífni opnar knattspyrnukonan Lára Kristín Pedersen sig upp á gátt og segir hér frá átakanlegri baráttu sinni við matarfíkn, sem hún hefur glímt við um árabil meðfram því að stunda íþrótt sína af kappi hér heima og erlendis.

Með Verunni í moldinni ljær Lára baráttunni við matarfíkn mikilvæga og dýrmæta rödd. Lesendur skyggnast inn í hugarheim matarfíkils þar sem Lára skrifar í dagbókarformi um leit sína að bata, vöxtinn sem fylgdi í kjölfarið, föllin sem geta fylgt sjúkdómnum og hvernig unnt er að blómstra þrátt fyrir að glíma við fíknisjúkdóm.

296 pages, Paperback

Published August 5, 2022

4 people are currently reading
37 people want to read

About the author

Lára Kristín Pedersen

1 book13 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
55 (47%)
4 stars
42 (36%)
3 stars
15 (13%)
2 stars
3 (2%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 16 of 16 reviews
Profile Image for Kristín Hulda.
261 reviews10 followers
March 3, 2023
Ótrúlega einlæg skrif, frábær innsýn í hugarheim einhvers með fíknisjúkdóm. Framsetningin á þróun sjúkdómsins mjög sniðug. Örugglega gott að lesa fyrir flesta til að skilja betur matarfíkn og aðra fíknisjúkdóma. Líka bara margt sem ég tengdi við og hugsa að flestar konur myndu tengja við, þrátt fyrir að hafa ekki glímt við matarfíkn, í því samhengi fannst mér “hann á betra skilið” kaflinn um líkamann mjög fallegur. Mamma meðleigjanda míns hámlas þess þegar hún var í heimsókn, vinkona mín sem bjó hjá okkur í nokkra daga gerði slíkt hið sama og núna líka ég. Ég get því nokkuð örugglega mælt með henni fyrir hönd okkar þriggja.
Ég er skáldsögu kona through and through og gef sönnum eða sannsögulegum bókum eiginlega aldrei 5 stjörnur því þær ná bara ekki þannig til mín - hef þó ekkert út á þessa bók að setja.
Profile Image for Matthías Freyr.
5 reviews1 follower
August 9, 2022
Áhrifarík og einlæg frásögn. Hnitmiðaður texti sem gefur góða innsýn inn í veruleika sem maður þekkir ekki af eigin raun
Profile Image for Sara Hlín.
468 reviews
August 29, 2022
Einlæg og hreinskilin frásögn Láru af glímu sinni við matarfíkn meðfram því að stunda fótbolta í efstu deild. Virkilega lærdómsrík og fræðandi frásögn. Flott skrif sem ég mæli með fyrir alla.
Profile Image for Ingileif Friðriksdóttir.
Author 4 books22 followers
August 22, 2022
Algjörlega mögnuð bók! Láru tekst einstaklega vel til við að koma lesandanum inn í hugarheim matarfíkilsins. Virkilega áhrifarík og einlæg frásögn sem er allt í senn átakanleg, sorgleg, falleg og hjartnæm. Lára afhjúpar sig á aðdáunarverðan hátt, sem mun án vafa hjálpa fólki í sömu sporum og öðrum sem ekki þekkja til við að skilja sjúkdóminn. Svo er bókin um leið falleg þroskasaga ungrar konu, heimspekileg og hnyttin. Einstaklega vel skrifuð bók sem fær fimm stjörnur frá mér.
Profile Image for Hlin Rafnsdottir.
10 reviews1 follower
August 13, 2022
Góð áminning um að ekki er allt sem sýnist. Kímnigáfa höfundar nýtur sín í einlægri frásögn.
Profile Image for Hjördís Albertsdóttir.
19 reviews1 follower
January 16, 2023
Frábær og einlæg bók um veruleika sem erfitt er að ímynda sér. Ég valdi þessa bók vegna þess að ég hélt að mögulega ætti ég við matarfíkn að stríða
Komst að því að ég á ekki við matarfíkn að stríða heldur einungis stjórnleysi. Saga Láru vekur mann til umhugsunar um fíknisjúkdóminn óháð fíkninni sjálfri og hversu heppinn maður getur talist að þurfa ekki að berjast við þann djöful. Á einhvern undraverðan hátt er bókin hvetjandi fyrir lesandann þrátt fyrir erfitt umfjöllunarefni og erfiða upplifun höfundar.
Profile Image for Kollster.
434 reviews17 followers
January 28, 2023
Einlæg og virkilega heiðarleg frásögn af hvunndagshetju. Einnig virkilega vel lesin í hljóðbók.
Profile Image for Svanhildur Snæbjörnsdóttir.
46 reviews1 follower
April 15, 2023
Þessi bók gefur ótrúlega innsýn inn í líf matarfíkils og um leið eykur hún skilning manns á öðrum fíknisjúkdómum. Áhrifarík og ég mæli með.
Profile Image for Svava Ólafsdóttir.
77 reviews2 followers
May 16, 2023
Upplýsandi bók um matarfíkn. Dáist að hugrekki Láru. Takk🙏
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Aðalbjörg Bragadóttir.
54 reviews
October 21, 2024
Hrá og heiðarleg frásögn Láru. Heimur (matar)fíkils en líka hversu erfitt það er oft að vera manneskja. Góð innsýn í heim íþróttakonunnar líka. Mjög upplýsandi!
Displaying 1 - 16 of 16 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.