Jump to ratings and reviews
Rate this book

Elspa – saga konu

Rate this book
Hér rekur Elspa Sigríður Salberg Olsen harmsögulega ævi sína og upprisu til nýs lífs á síðustu árum. Elspa, sem fæddist á Akureyri skömmu fyrir miðja síðustu öld, fékk bágborið veganesti út í lífið. Hún ólst upp við sára fátækt, alkóhólisma, ofbeldi og kynferðislega misnotkun og fór að mestu á mis við formlega menntun.

Margvíslegar raunir og mótlæti sem Elspa hefur mætt á lífsleiðinni, eins og að missa nokkrar dætur sínar, róstusöm hjónabönd og fátæktarbasl, hefur svo sannarlega reynt á. Erfiðustu glímuna háði hún samt við sig sjálfa, en hún sat í gæsluvarðhaldi eftir átök við fyrrverandi eiginmann auk þess að leggjast inn á geðdeild oftar en einu sinni. Styrkur Elspu og staðfesta hafa þó alltaf fleytt henni í gegnum boðaföllin.

Elspa – saga konu er skráð af Guðrúnu Frímannsdóttur félags­ráðgjafa, sem kom að málum Elspu og dætra hennar á sínum tíma með dramatískum hætti. Upp frá því þróaðist með þeim náinn vinskapur sem skilar sér nú í þessari mögnuðu frásögn þar sem Elspa gerir upp líf sitt af fádæma hreinskilni.

Sláandi saga Elspu á tvímælalaust erindi inn í nútímann og þá mikilvægu umræðu sem á sér stað um arf félagslegra aðstæðna og áfalla milli kynslóða.

399 pages, Paperback

First published January 1, 2022

6 people are currently reading
55 people want to read

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
36 (16%)
4 stars
103 (48%)
3 stars
60 (28%)
2 stars
12 (5%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 14 of 14 reviews
Profile Image for Soffia.
51 reviews3 followers
December 17, 2022
Gat ekki lagt hana frá mér. Ótrúlega áhrifamikil saga.
Profile Image for Héraðsbókasafn Rangæinga.
15 reviews3 followers
October 3, 2022
Lánþegar hafa lofað þessa bók mikið. Segja hana vera áhrifaríka en átakanlega sögu sem allir þyrftu að lesa.
Profile Image for Valgerður María Þorsteinsdóttir.
39 reviews2 followers
September 13, 2022
Ég gat ekki lagt þessa frá mér sem er óvenjulegt því ég er vanalega ekki mikið fyrir ævisögur. Las hana bara því ég vissi að hún hefði búið á Bíldudal og maður er ekki maður með mönnum án þess að hafa lesið hana hérna.

Vil samt taka fram að ég var u.þ.b. hálfnuð þegar yfirlýsing aðstandenda kom fram og ég veit ekki hvort það hefði breytt ákvörðun minni ef ég hefði séð hana áður en ég byrjaði. Þessi bók er gott dæmi til að ræða um minningar og áreiðanleika, hver hefur rétt á að segja hvaða sögu, hvort maður þurfi leyfi annarra til að segja frá atburðum eins og maður man þá sjálfur o.s.frv. Ég held það sé mikilvægt að taka ýmsum frásögnum með fyrirvara og lesa ævisögur eins og skálsögur, sérstaklega í litla samfélaginu Íslandi. Eins finnst mér að ævisagnahöfundar ættu að fara varlega í að halda því fram að eitthvað sé sannleikur - hversu mikið er hægt að treysta því? Vegna þessa gef ég henni þrjár stjörnur en ekki fjórar.
Profile Image for Lovísa Brynjarsdóttir.
73 reviews19 followers
September 19, 2022
Ég gef bókinni 3,5 stjörnur.

Bókin fær mínus stig frá mér þar sem mér fannst óþarfa endurtekningar og flakkað mikið fram og til baka í tíma sem ég átti erfitt að átta mig á.

Þessi bók lýsir vel geðrænum vanda konu og fjölskyldu hennar. Vanræksla og ofbeldi er þema sem leiðir mann í gegnum bókina og því skil ég að þetta er ekki bók fyrir alla. Rosalega átakanleg og mögnuð saga konu sem lifði af hræðilega æsku og eldri ár, gott var að lesa að í seinni tíð hefur hún fundið frið og samfélag sem tekur henni eins og hún er.
Hræðilegt er að lesa um uppeldi hennar og börnum hennar og hvað lítið/ekkert samfélagið gerði/(gat gert?)

Ég styð þessa konu í að segja frá sinni sögu þar sem ég tel að hún eigi rétt á að segja frá sinni upplifun.
Einnig skil að það sé erfitt fyrir þá aðstandendur sem ekki vildu opinbera þessu erfiðu atburði æsku sinnar þar sem við búum í litlu samfélagi.
Profile Image for Anna Karen.
192 reviews8 followers
December 20, 2022
Mögnuð saga og þokkalega skrifuð bók. Hrikalega átakanleg og erfið á köflum en algjörlega ein af þessum sögum sem þurfti að segja, sama hvað öðrum kann að finnast um það... Elspa hlífir sér hvergi en mér fannst hún hlífa þeim aðstandendum sínum sem áttu það skilið. Bókin fer aldrei útí eitthvað persónulegt sem tengist of mikið öðru fólki. Það þarf virkilega að skoða skaðann sem allskonar ofbeldi og vanræksla hefur valdið á Íslandi og er enn að valda, svo að svona sögur fái ekki að endurtaka sig. Eftir að ég kláraði bókina langaði mig að gefa Elspu fimmu.
270 reviews
September 11, 2022
Þetta er eins og skáldsaga. Konan sem segir söguna elst upp á heimili þar sem faðirinn heldur öllu í hers höndum vegna drykkju þegar hann er í landi. Barnahópurinn stækkar á ógnarhraða og þau búa í heilsuspillandi húsnæði og aðrir líta niður á þau. Þegar þessi kona er orðin fullorðin heldur hún fast í þetta fjölskyldumunstur og losar sig snarlega við þá menn sem koma almennilega fram við hana og sækir í fyllibyttur og ofbeldismenn.
Enginn ætti að þurfa að alast upp við slíkar aðstæður.
Profile Image for Emma Viktorsdóttir.
287 reviews
September 12, 2022
Svolítið um endurtekningar sem böggar mig alltaf við lestur bóka. Annars er þetta vel sögð saga um sorglega ævi konu sem hefur upplifað ansi margt. Finn einstaklega mikið til með henni á tímum.
Profile Image for Helga Þórsdóttir.
95 reviews
September 22, 2024
🎧 þvílík saga! Skortir hálfpartinn orð! Alls ekki auðvelt að opna sig um þessa ævi en Elspa sogar mann að og segir hispurslaust frá, og öllum hennar kostum og göllum!
Displaying 1 - 14 of 14 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.