Jump to ratings and reviews
Rate this book

Tálsýn

Rate this book
Líf Önnu er eins og spegilslétt yfirborð vatnsins.

Þar birtist mynd af framakonu sem allir vegir eru færir. Hún gegnir ábyrgðarmiklu starfi hjá alþjóðlegum fjárfestingabanka í Sviss, þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum og syni, og hennar bíða frekari vegtyllur.

Sjónvarpsmaðurinn Tryggvi vinnur að þáttum um þessa íslensku framakonu í hörðum heimi viðskiptanna og með þeim þróast vinskapur. En er allt sem sýnist?

Spegill vatnsins gárast og óljósir atburðir og vísbendingar um að óvinveitt öfl sæki að Önnu og eiginmanni hennar hrannast upp. Um leið vitja hennar draugar úr fortíðinni og smám saman molnar úr undirstöðum þess lífs sem hún hefur skapað sér.

Þegar þræðirnir koma saman stendur Anna frammi fyrir erfiðum valkostum – en kannski hefur hún ekkert val.

Rannveig Borg Sigurðardóttir vakti mikla athygli með fyrstu bók sinni, Fíkn, og var meðal annars tilnefnd til Storytel-verðlaunanna fyrir skáldsögu ársins, enda sló hlustun á hana öll met. Rannveig er búsett í Sviss, þar sem hún starfar sem lögfræðingur. Tálsýn birtist hér í frábærum lestri Birnu Pétursdóttur.

275 pages, Hardcover

Published October 6, 2022

2 people are currently reading
25 people want to read

About the author

Rannveig Borg Sigurðardóttir

2 books5 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
4 (3%)
4 stars
35 (29%)
3 stars
57 (48%)
2 stars
19 (16%)
1 star
3 (2%)
Displaying 1 - 5 of 5 reviews
Profile Image for Kollster.
434 reviews17 followers
October 7, 2022
Algjör negla þessi!
Vonandi gefur hún út bók á hverju ári. ELSKA skrifin hennar!
Mæli klárlega með.
Profile Image for Ásta Ólafs.
319 reviews26 followers
October 24, 2022
Hvílík saga! Bókin greip mig heljartökum og ég spændi í gegnum hana á einum degi.
Mjög erfið en ótrúlega áhugaverð lesning.
Held það sé hreint mál að ég muni lesa allt það sem Rannveig Borg sendir frá sér.
Profile Image for Helga Gabriela.
5 reviews1 follower
October 20, 2022
Fín bók en náði mér ekki alveg... Var kannski með of miklar væntingar eftir að hafa lesið fyrri bókina hennar Fíkn, sem mér fannst algjörlega frábær.
Profile Image for Matthildur Steinbergsdóttir.
8 reviews
January 28, 2023
Fannst hún alveg ágæt en fannst hún ekkert spennandi, ekkert spennandi gerðist nema í endan og svo endar bókin bara þegar hún er mest spennandi
Displaying 1 - 5 of 5 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.