Jump to ratings and reviews
Rate this book

Blinda

Rate this book
Þegar sjónin dofnar og myrkrið færist nær verður eitt skýrt og augljóst. Glæpsins þarf að hefna. En hvernig? Sólveig er ósköp venjuleg kona; tæplega sextug ekkja, móðir og amma. Glæpur sem framinn var fyrir mörgum árum hefur mótað líf hennar og fjölskyldunnar, þótt enginn viti af honum nema hún sjálf. Og hann. Sá sem þarf að deyja.

Þegar sjónin dofnar og myrkrið færist nær verður eitt - og aðeins eitt - skýrt og augljóst. Glæpsins þarf að hefna. En hvernig á hún að fara að því?

Sólveig er ósköp venjuleg kona; tæplega sextug ekkja, móðir og amma. Glæpur sem framinn var fyrir mörgum árum hefur mótað líf hennar og fjölskyldunnar, þótt enginn viti af honum nema hún sjálf. Og hann. Sá sem þarf að deyja.

Blinda er þriðja glæpasaga Ragnheiðar Gestsdóttur. Fyrri bækur hennar eru Úr myrkrinu og Farangur sem hlaut Blóðdropann árið 2021 og er tilnefnd til Glerlykilsins 2023.

Úr myrkrinu:

„Bókin er átakanleg og efnistökin þung, en Ragnheiður er frábær penni og skilar efninu af stakri fagmennsku.“ Lestrarklefinn, 2020.

Farangur:

„… spennan helst í hámarki fram á síðustu blaðsíðu.“ María Bjarkadóttir, 2021

„Farangur staðfestir það að Ragnheiður er fantagóður glæpasagnahöfundur.“ Umsögn dómnefndar, Blóðdropinn 2021.

216 pages, Paperback

Published January 1, 2022

5 people are currently reading
28 people want to read

About the author

Ragnheiður Gestsdóttir

22 books12 followers

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
9 (4%)
4 stars
52 (28%)
3 stars
98 (52%)
2 stars
26 (14%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 10 of 10 reviews
Profile Image for Hólmfríður Bjarnardóttir.
146 reviews14 followers
January 3, 2026
Ég hef verið hrifin af bókunum hennar Ragnheiðar en þessi náði mér ekki. Ég er sammála mörgu eða vel flestu því sem hún skrifar hér í kringum söguþráðinn en mér fannst þetta ekki alveg virka.
Profile Image for Berglind Steinsdóttir.
68 reviews2 followers
Read
January 14, 2023
Endirinn gengur fullkomlega upp. Ég byrja á þessari setningu af því að ég var búin að lesa einhverjar umsagnir um að endirinn væri endasleppur. Hann er ekki kirfilega lokaður, það eru auðvitað einhverjir túlkunarmöguleikar, en mér finnst hann ganga upp.
Sagan er að mörgu leyti spennandi. Hún byrjar á því að tæplega sextug kona segist (eða hugsar altsvo) ætla að drepa mann og deyja svo sjálf áður en hún verður alblind. Bara mjög lofandi þráður og víða vel ofinn, en því miður ekki alveg nógu frumleg forsenda drápsins.
Sonur, dóttir og önnur dóttir fléttast vel inn í allt saman þannig að þegar allt er lagt saman var bókin algjörlega þess virði að vera lesin.
Profile Image for Aðalbjörg Bragadóttir.
52 reviews
October 27, 2024
Allt í lagi saga, fáar persónur og hæg framvinda þannig hún var prýðileg fyrir nóttina til að slökkva á kollinum. 😉 Ekki eins góð og fyrri bækur Ragnheiðar.
Profile Image for Emma Viktorsdóttir.
293 reviews
December 17, 2024
Fín bók. Áhugaverð á köflum. Skyldi mig samt eftir svolítið ráðvillta. Mér finnst vanta helling í aukasögurnar.
Displaying 1 - 10 of 10 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.