Jump to ratings and reviews
Rate this book

Hungur

Rate this book
Það er síðsumar í Reykjavík þegar lögreglan fær tilkynningu um dularfullt mannshvarf. Ungur maður frá Vestfjörðum sem ætlaði að tjalda í borgarlandinu er horfinn sporlaust. Hörður Grímsson rannsakar málið. Athygli hans beinist helst að grænu svæðum borgarinnar, meðal annars Elliðaárdalnum. Skógurinn í dalnum teygir úr sér á milli kvísla árinnar og er stærri og dularfyllri en hann lítur út fyrir að vera í fyrstu.

Nokkrum dögum síðar er tilkynnt um hrottalegt morð um hábjartan dag á heimili í nágrenni Elliðaárdals. Þar finnst húsmóðirin liggjandi í blóði sínu. Aðkoman er svo hroðaleg að hvorki Hörður né samstarfsfólk hans hefur séð annað eins. Til að bæta gráu ofan á svart óttast Hörður að málin tengist og að hryllingnum sé ekki lokið.

Klukkan tifar og einhvers staðar í skuggum borgarinnar leynist sjúk sál sem er drifin áfram af óseðjandi hungri.

302 pages, Hardcover

Published October 20, 2022

7 people are currently reading
48 people want to read

About the author

Stefán Máni

37 books104 followers
Stefán grew up in Ólafsvík and lived there until over the age of 20. After school he did general manual labour and service jobs. To name a few, he worked in the fishing industry, did building work, plumbing, gardening, was a security guard, a cleaner, worked with teenagers and cared for the mentally ill.
He has now written eight novels, the first coming out in 1996, Dyrnar á Svörtufjöllum (The Door in the Black Mountains).

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
52 (16%)
4 stars
142 (46%)
3 stars
99 (32%)
2 stars
13 (4%)
1 star
1 (<1%)
Displaying 1 - 26 of 26 reviews
Profile Image for Sara Hlín.
466 reviews
January 20, 2023
Ég er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af Stefáni Mána. Upphaflega fældi það mig frá honum hvað bækurnar voru miklir doðrantar en ég hef komist yfir það. Hungur er skemmtileg og Hörður er orðinn góður vinur sem mig langar að vita meira um (ólíkt hinum drepleiðinlega Erlendi í bókum Arnalds sem ég hreinlega get ekki lesið um). Hörður er hrjúfur og lélegur í samskiptum en er skyggn eða berdreyminn sem nýtist honum í að leysa erfið mál. Hlakka til að fylgja honum áfram.
Profile Image for Magnús.
134 reviews2 followers
December 30, 2023
Einhverra hluta vegna hafði ég aldrei lesið Hungur fyrr en núna, ári eftir að hún kom út. Og Andskotinn sjálfur! Hungur er líklega svæsnasta bók höfundar síðan Nautið og alls ekki fyrir viðkvæmar sálir. Það tók mig smá tíma að herða mig upp í að halda áfram með hana.
En hún er góð. Það var eitt sem angraði mig við Nautið, sjá umsögn hér, en í Hungri er sagan mun sterkari. Vissulega slæmar ákvarðanir, án slæmra ákvarðana er engin glæpasaga eða hvað? Við fylgjumst með H.G. og skygnumst inn í hans skrýtna haus. Maður elskar að vera ósammála honum þegar hann þusar (stundum sammála, við erum báðir af landsbyggðinni), samgleðjast honum þegar vel gengur, en langar helst að fela mig undir rúmi þegar hann annar út í vitleysu. Okkur myndi eflaust koma ágætlega saman, sitjandi þöglir með Type O'Negative á fóninum.
Profile Image for Unnur Lárusdóttir.
200 reviews7 followers
November 30, 2022
Langar að gefa þessari bók 3,5 stjörnur, en hún er vel samin og þétt þannig að ég gef 4 stjörnur. Blóðug vissulega og samskipti og lýsing persóna pirraði stundum. Hví þurfa lögreglumenn að lýsa einföldustu smáatriðum fyrir hver öðrum og hvernig getur samband lögreglumanns sem dekrar við konuna sína aðra stundina, endað í ruslinu hina. Kannski er bara hugaheimur höfundar mér framandi. Ágæt spenna.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Asgrimur Hartmannsson.
Author 28 books1 follower
January 31, 2024
Þetta er mjög standard glæpasaga.
Eina klysjan sem vantar er parturinn þar sem einhver rifjar upp atburði á stríðsárunum. Það er ekkert svoleiðis. Sem betur fer.
Aðal gaurinn er göldróttur. Hefði svosem alveg mátt vera jafnel göldróttari.
Profile Image for Már Másson.
140 reviews1 follower
November 9, 2022
Geggjuð, þurfti að leggja hana frá mér í smástund en tók síðustu 200 bls í beit með kvíðahnút í maganum.
Profile Image for Agnes Ósk.
224 reviews1 follower
November 28, 2022
Sísta bókin um lögreglumanninn Hörð. Of mikill hryllingur fyrir minn smekk. Kláraði bókina á þrjóskunni einni saman.
Profile Image for Haukur.
6 reviews1 follower
January 4, 2023
Til að reifari fái fleiri en þrjár stjörnur þarf höfundur að komast handan við útjöskuðustu klisjur bókmenntagreinarinnar. Það er ekki nóg að morðin toppi önnur í hryllingi sínum heldur.
Profile Image for Birkir Björnsson.
6 reviews
January 6, 2023
Svakalega brútal. Barátta Birkis Björnssonar og Harðar er virkilega skemmtileg
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Brynhildur Stefánsdóttir.
110 reviews2 followers
January 8, 2023
Mjög ljótar lýsingar. Og mér leiðist þegar það þarf að tengja framhjáhald við álag.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Kristín.
555 reviews12 followers
January 21, 2023
Hrottaleg en spennandi að vanda. Mig langar samt stundum að lemja Hörð. Hann getur verið soddan sauður í sínu persónulega lífi.
Profile Image for Kollster.
434 reviews17 followers
January 28, 2023
Ein af allra bestu krimmunum árið 2022 , engin spurning!
Virkilega viðbjóðsleg á köflum en rígheldur!
Vel heppnuð í alla staði.
18 reviews
January 31, 2023
Bókin hélt mér vel og ég reif hana í mig og kláraði fljótt. Hinsvegar fannst mér hún ógeðsleg, eins og hann væri að reyna ganga fram af mér.
40 reviews
February 17, 2023
Fín saga og plot. En að gera Elliðaárdalinn að dimmum og drungalegum stað dró svolítið úr krafti sögunnar.
Profile Image for Leo.
10 reviews
March 2, 2023
I quite liked the book. I felt like I got to know the protagonist pretty well and how his personality is. At times, the books was very gruesome though.
Profile Image for Anna Björk.
21 reviews
September 4, 2023
I loved it
Vildi ekki leggja hana frá mér! Elska líka að hún gerist í fossvoginum og svo gaman að lesa lýsingarnar á húsunum ofl
Profile Image for Frimann Gudmundsson.
269 reviews2 followers
April 22, 2024
Þokkalegur krimmi, hefnifýsn og hrottaleg morð. Ekki eitthvað sem ég mun sækjast aftur eftir.

Þarna reyndi höfundurinn hvað hann best gat að ganga fram af mér.
This entire review has been hidden because of spoilers.
Profile Image for Svanhildur Snæbjörnsdóttir.
46 reviews1 follower
February 2, 2025
Ég er að verða forfallinn aðdáandi Harðar Grímssonar, eða, hann er reyndar óþolandi týpa en ég fæ ekki nóg af því að lesa um hann.
Displaying 1 - 26 of 26 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.