Langar að gefa þessari bók 3,5 stjörnur, en hún er vel samin og þétt þannig að ég gef 4 stjörnur. Blóðug vissulega og samskipti og lýsing persóna pirraði stundum. Hví þurfa lögreglumenn að lýsa einföldustu smáatriðum fyrir hver öðrum og hvernig getur samband lögreglumanns sem dekrar við konuna sína aðra stundina, endað í ruslinu hina. Kannski er bara hugaheimur höfundar mér framandi. Ágæt spenna.