Jump to ratings and reviews
Rate this book

Keltar – Áhrif á íslenska tungu og menningu

Rate this book
Í þessari bók er boðið upp á nýja sýn á Íslandssöguna, innsýn í það sem hefur að miklu leyti verið hulið; hina miklu hlutdeild Kelta í íslenskri menningarsögu. Nýlega kom í ljós með greiningu erfðaefnis að meira en helmingur íslenskra landnámskvenna voru Keltar. Hér er fjallað um önnur stórtíðindi, það keltneska í íslenskri tungu og í örnefnum á Íslandi. Fjöll, firðir, dalir og víkur, hreppar og sýslur skarta keltneskum nöfnum. Nöfn húsdýra, fugla, fiska og blóma á Íslandi sem eru ekki norræn heldur keltnesk. Framburður íslenskrar tungu er ekki norrænn heldur keltneskur. Þá er fjallað um keltneska kristni og fyrsta hellamálverkið sem fannst á Íslandi; helgimynd í papahelli sem er eldri en norrænt landnám. Þessi bók sætir því miklum tíðindum.

Þorvaldur Friðriksson er menntaður fornleifafræðingur og starfaði um árabil á fréttadeild Ríkisútvarpsins.

207 pages, Hardcover

Published January 1, 2022

6 people are currently reading
48 people want to read

About the author

Þorvaldur Friðriksson

1 book1 follower

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
3 (6%)
4 stars
17 (38%)
3 stars
14 (31%)
2 stars
5 (11%)
1 star
5 (11%)
Displaying 1 - 15 of 15 reviews
Profile Image for Árni Freyr.
92 reviews2 followers
January 26, 2023
Ég vildi að Keltar hefði verið betri, en hún bara var það ekki. Það hefur farið heilmikil ný vinna í þessa bók og það eru mjög frumlegar hugmyndir í henni, en það er ekki nokkur leið að átta sig á því hvað eru vangaveltur höfundar og hvað á sér stoð í fræðunum, hvað er nýtt og hvað er gamalt, hvað er rökstutt með nokkurs konar vísindalegri aðferð og hvað er bara gisk. Heimildanotkun er handahófskennd og í algjör lágmarki og það er engin útlistun á aðferðafræði neins staðar.

Og það er ekki eins og það sé ekki pláss, bókin sjálf er rétt um 100 blaðsíður af endurtekningasömum texta og svo 100 blaðsíður af orðsifjabók sem er uppfull af svo langsóttum ágiskunum að trúverðugleiki restarinnar rýrist til muna. Maður fær á tilfinninguna að það hafi ekki verið nein sía á hvað slapp inn í bókina. Þá þjáist hún líka af svakalegri gelískri rörsýn, það vantar nokkra tilraun til þess að viðra önnur sjónarmið eða velta fyrir sér norrænum orðsifjum til samanburðar. Ég meina hvernig á ég að trúa því þegar í sömu efnisgrein er talað um mann að nafni Grímur (nafn af norrænum uppruna) og annan að nafni Þorgrímur (nafn af gelískum uppruna sem þýðir "spámaður").

Viðfangsefnið hérna er frábærlega áhugavert og ég er eins og höfundur viss um að keltnesk áhrif íslenskunnar hafi verið vanmetin, en svona bók er frekar til þess fallin að skemma fyrir málstaðnum en hjálpa honum.
Profile Image for Tandri.
7 reviews
Read
January 6, 2023
Efni þessarar bókar er áhugavert og sýnir landnám Íslands í öðru ljósi en maður er vanur. Hins vegar eru greinilegir gallar á bókinni sem skaða trúverðugleika hennar.

Bókin skiptist í tvo hluta. Síðari hlutinn, sem virðist vera aðal framlag höfundar, er eiginlega orðsifjabók þar sem ýmsum íslenskum orðum og heitum er fundinn gelískur uppruni. Rökstuðningur um skyldleika orða nær yfirleitt ekki lengra en svo að þau líti svipuð út á blaði. Sumar þessara útskýringa er vel hægt að taka trúanlegar, en aðrar finnst mér nokkuð langsóttar: t.d. að Gullfoss sé kenndur við kol en ekki gull og Ísland við fisk en ekki ís. Enn önnur orð hafa augljósa norræna/germanska samsvörun sem ekki er getið: t.d. morð, stór, ærlegur úr kaflanum „Orð sem líklega eru komin úr gelísku í íslensku“. Aðferðafræðin við gerð orðasafnsins er ekki útskýrð.

Fyrri hluti bókarinnar teflir fram vísbendingum (örnefni, fornleifar, ...) um að keltnesk kristin menning hafi ríkt a.m.k. á vissum svæðum á Íslandi, og að auki hvernig hún hafi komið til. Verandi illa að mér er margt hér sem kemur nokkuð á óvart, en því miður ekki alltaf augljóst hvað eru þekktar staðreyndir og kenningar og hvað eru getgátur höfundar. Sjaldan er heimilda getið, og í bókinni er engin heimildaskrá. Yfirferðin er ekki mjög hnitmiðuð. Samhengi er oft óskýrt, og vaðið er úr einu í annað. Stundum er óljóst hvernig textinn þjónar málstaðnum, t.d. virðist síðasti kaflinn ekki tengjast efni bókarinnar beint, og hann endurtekur sig gjarnan, t.d. umræða um sömu bænina á bls. 60 og 66. Loks er ýmislegt sem ég sakna, eins og inngangs þar sem framlag og markmið bókarinnar eru skýrt fram sett og sett í samhengi við fyrri rannsóknir, eða ítarlegrar kynningar á þeim keltnesku tungumálum sem bókin byggir á.

Svona rannsóknir hafa sinn farveg í fræðasamfélaginu. Það er ekki að sjá að þessi bók hafi verið ritrýnd, sem hefði verið mjög heppilegt fyrir útgáfuna.
Profile Image for Ragnheiður Guðjónsdóttir.
7 reviews2 followers
April 19, 2023
Fannst þessi ótrúlega áhugaverð og skemmtileg!

Ef þú hefur einhverntímann keyrt framhjá afleggjara og hrist hausinn yfir bæjarheitinu vegna þess að það hreinlega meikar engan sens þá er þessi bók fyrir þig, þú gætir fundið merkingu sem gerir það.
Profile Image for Dagný.
61 reviews7 followers
October 18, 2024
Ég var svo spennt yfir þessari bók og hlakkaði mikið til að lesa hana en VÁ þvílík vonbrigði. Ótrúlega áhugavert viðfangsefni en sett saman í sundurlausum kenningum sem virðast að miklu leyti vera persónulegar vangaveltur höfundar settar fram sem sannleikur án nokkurra heimilda. Það er engin heimildaskrá! Kannski vísað í eitthvað í sviga ca 7 sinnum í öllum textanum. Leiðinlegar endurtekningar og lélegt flæði milli málsgreina og kafla. Það eru mjög áhugaverðar og trúverðugar kenningar hér og þar en ég hef enga leið til að sannreyna neina af þeim því ÞAÐ ERU ENGAR HEIMILDIR. Óþolandi.
Profile Image for Inger Thomsen .
24 reviews2 followers
December 29, 2022
Þetta er stórmerkilegt og mjög áhugavert. Ekkert sérstaklega skemmtilegur lestur samt en það er annað mál. Endurtekningar og sumt svolítið langsótt. 3,5-4 stjörnur myndi ég segja.
Profile Image for Birgir Aðalbjarnarson.
66 reviews3 followers
March 26, 2024
Skemmtilegar pælingar. Mig grunar að hér sé leikgleðin við völd í skrifunum. Allavega skemmti ég mér við lesturinn.
Profile Image for Einar Snorri.
55 reviews6 followers
December 28, 2022
Dálítið samhengislaust, eins og bloggþankar hefðu verið settir saman í bók. Mikið um kenningar, en minna um rannsóknarsvör. Kenningar sumar góðar, en ekki tekið í myndina að keltneska og forn-íslenska eru bæði af indó-evrópskum málstofni og því ekki hægt að útiloka samlíkindi með mörgum orðum. *Og Caesar var aldrei keisari yfir Róm.
Profile Image for Jóna.
18 reviews1 follower
June 12, 2024
Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa bók. Mér finnst efnið mjög áhugavert en það er ekki hægt að segja að þetta sé fræðibók þar sem það vantar tilvísanir og heimildir. Þar af leiðandi er bókin ekki trúverðug.
Profile Image for Thorunn.
450 reviews
September 24, 2023
Því miður var þetta ekki nógu góð bók, þó efnið væri áhugavert. Hún var ruglingsleg, eilífar endurtekningar og lélegur (eða enginn) rökstuðningur fyrir flestum tilgátunum.
Profile Image for Þórólfur.
93 reviews4 followers
February 11, 2023
Margt mjög áhugavert í þessari bók og sýnt fram á hvað það eru í raun óhemju margar tengingar sem við höfum við þetta keltneska svæði. Mikill samhljómur er í bókinni með því sem sett hefur verið fram áður eins og í bók Helga Guðmundssonar "Um haf innan" og ekki síður í bókum og öðrum skrifum Árna Óla ("Landnámið fyrir landnám" og "Grúsk I-V" - mjög áhugaverð skrif og að mínu mati vanmetin), auk þess má nefna rannsóknir Jóns Steffensen um miðja síðustu öld þar sem hann dregur þá ályktun "að miklu meira sé í Íslendingum af írsku blóði en fram kemur af Landnámuútreikningunum." Og þar við bætast svo nýlegar erfðafræðirannsóknir sem benda í sömu átt.

Ég verð þó að vera sammála sumu af því sem hefur verið sagt hér áður í umsögnum um þessa bók að það er ýmsu ábótavant og hefði að ósekju mátt taka lengri tíma og vanda betur framsetningu. En mig grunar að það verði mikil umræða og margt skrifað um þetta efni á næstunni og bókin er gott innlegg í þá umræðu.
Profile Image for Gerður.
76 reviews1 follower
February 11, 2023
Ég vildi að ég gæti gefið þessari bók hærri einkunn. Viðfangsefnið er áhugavert og bókin mun án efa vekja áhuga fólks á umræðuefninu. En úff það er svo margt sem er að. Það er erfitt að sjá hvað er byggt á hugleiðingum höfundar og hvað er byggt á rannsóknum. Höfundur seilist annsi langt í því að tengja íslensk orð og örnöfn við gelisku án þess að rökstyðja af hverju þessi orð tengjast frekar gelísku rótinni frekar en germönskum orðum sem er oft mun nær. Bókin hefði haft gott af betri ritstjórn, efni er endurtekið hvað eftir annað, t.d . efnið um hænsnaát Íslendinga, eða skort þar á; höfundur er hvað eftir annað tvísaga um af hvaða gelíska orði íslenska orðið á að vera komið; stafsetningar- eða innsláttarvillur eru mýmargar; og skortur er á þekkingu höfundar t.d. þegar kemur að þjóðtrú, Grýla er t.a.m. náskyld Krampusi og fleiri þess háttar verum.
Engu að síður áhugaverð bók sem ég vildi að hefði verið betur unnin.
Profile Image for Baldur Thorsson.
38 reviews
July 22, 2023
Ótrúlega fræðandi og skemmtileg að lesa. Sumar tengingar finnst mér vera svolítið langsóttar, en skemmtilegar samt sem áður. Finnst merkilegt að það sé verið að rembast við að kenna að við séum öll kominn frá Norðurlöndunum en ekki lika frá Keldum.
Profile Image for Már Másson.
140 reviews1 follower
March 26, 2023
Áhugaverðar pælingar um margt en stundum er teygt sig frekar langt og keltar í hverju horni.
Displaying 1 - 15 of 15 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.