Jump to ratings and reviews
Rate this book

Snuð

Rate this book
Snuð er óvenjuleg og ögrandi skáldsaga, knúin áfram af frásagnargleði og gáskafullum húmor. Undir yfirborðinu kraumar óþol gagnvart raunveruleikanum sem er ef til vill ekki jafn áreiðanlegur og ætla mætti.

Á sínum fyrsta vinnudegi kemst Lárus að því að ekki er allt með felldu hjá tæknifyrirtækinu S:lausnum. Unnið er að þróun veruleikahermis sem virðist hafa ófyrirséð áhrif á starfsfólkið. Sama dag sækir Þrúður, eiginkona Lárusar, afdrifaríka prestastefnu og rifjar upp kynni sín af Guði. Natan, sonur þeirra, safnar tönnum yngri bekkinga enda ætlar hann sér að verða tannlæknir þegar hann er orðinn stór. Allt virðist stefna í óefni og ekki bætir úr skák að Lárus gleymdi snuðinu sínu heima.

Brynjólfur Þorsteinsson (1990) er frá Hvolsvelli. Hann hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2019. Þetta er ekki bílastæði kom út sama ár og fékk góðar móttökur. Ljóðabókin Sonur grafarans hlaut Bókmenntaverðlaun bóksala árið 2020. Snuð er hans fyrsta skáldsaga

228 pages, Paperback

First published January 1, 2022

5 people are currently reading
44 people want to read

About the author

Brynjólfur Þorsteinsson

6 books1 follower

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
22 (52%)
4 stars
8 (19%)
3 stars
8 (19%)
2 stars
3 (7%)
1 star
1 (2%)
Displaying 1 - 12 of 12 reviews
Profile Image for Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.
Author 9 books65 followers
January 12, 2023
Frábær bók! One hell of a novel! Fær mann til að þrá eitt juicy snuð og er bæði funny og weird. Þeir sem fíla ekki Snuð eru losers and pussies.
Profile Image for Guðrún Úlfarsdóttir.
169 reviews5 followers
Read
July 21, 2023
Algjör no plot just vibes, sem var bara skemmtilegt. Og víbrurnar sýndu hvað íslenskur raunveruleiki er í raun dásamlega súrrealískur.
Profile Image for Hugrún.
8 reviews6 followers
May 15, 2023
Þessi lestur var fun and games!! Natan er einn best skrifaði íslenski karakter, hrein unun að lesa þessa ensk-íslensku.
Profile Image for Tinna.
14 reviews
April 13, 2023
Vissi ekkert hverju ég átti von á þegar ég byrjaði að lesa en bjóst ekki við þessu. Frábær bók, fyndin, skrýtin og vel skrifuð. Kom skemmtilega á óvart
Profile Image for Berglind.
Author 2 books10 followers
February 1, 2023
Skemmtilega stílíseruð frásögn og húmor framan af, en stíllinn og uppskrúfaður húmorinn drap söguna svolítið fyrir mér og ég gafst upp að lokum
Profile Image for Hrafnkell Úlfur.
114 reviews6 followers
October 18, 2024
Haraldur kennari stóð upp úr, en því miður var einungis einn kafli tileinkaður honum. Hefði mátt skera hinar tvö hundruð blaðsíðurnar í burtu og leyfa Haraldi að skína! Restin af bókinni var á -3. hæð, táknað með skorti eða ártali fyrir tíma Krists eins og Brynjólfur myndi orða þetta.
Displaying 1 - 12 of 12 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.