Jump to ratings and reviews
Rate this book

Lifað með öldinni

Rate this book
Jóhannes Nordal ólst upp á miklu menningarheimili, móðir hans var einn af fyrstu kvenstúdentum landsins en faðirinn áhrifamesti bókmenntamaður þjóðarinnar. Á langri ævi hefur Jóhannes lifað mestu breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi frá upphafi. Og ekki nóg með það. Eftir að hann lauk námi varð hann lykilmaður í þeirri þróun sem efnahagsráðunautur ríkisstjórna og síðar seðlabankastjóri og formaður stjórnar Landsvirkjunar, svo að talin séu þau helstu af fjölmörgum trúnaðarstörfum sem hann gegndi á starfsævinni.

Hér lítur Jóhannes yfir farinn veg í hárri elli. Hann rekur atburði af nákvæmni og bregður upp ljóslifandi myndum af samferðafólki sínu, sanngjarn í dómum og glöggur í mannlýsingum. Við upprifjunina styðst hann við bréf og minnispunkta og afburðagott minni. Hann starfaði með ríkisstjórnum ýmissa flokka sem höfðu ólík markmið en hélt sig sjálfur fjarri flokkapólitík. Viðreisnarstjórnin á sjöunda áratugnum stendur þó bersýnilega nærri hjarta hans og sú blanda frjálsræðis í viðskiptum og jafnaðarstefnu sem þar réð för var honum mjög að skapi.

Jóhannes Nordal lifði 20. öldina, öld umskipta og öfga, þegar grunnur var lagður að nútímasamfélagi. Á þessum blöðum vaknar sú öld, með horfnu mannlífi og atburðum sem enn móta líf okkar.

Pétur Hrafn Árnason aðstoðaði við skrásetningu.

770 pages, Hardcover

Published January 1, 2022

3 people are currently reading
21 people want to read

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
11 (78%)
4 stars
3 (21%)
3 stars
0 (0%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 2 of 2 reviews
288 reviews4 followers
January 7, 2023
Það var engin spurning að þessi bók var efst á mínum óskalista fyrir jólin hafandi starfað sem hagfræðingur fyrst í Þjóðhagsstofnun og síðar í fjármálaráðuneytinu í miklu samstarfi og samneyti við Seðlabankann mest allan starfsaldur minn. Þar af í tuttugu síðustu ár Jóhannesar sem bankastjóri Seðlabankans. Bókin í heildina var mjög fróðleg og upplýsandi, ekki síst um hversu fjölbreyttum verkefnum höfundur kom að, ekki bara á sviði efnahagsmála, þeim var ég mjög vel kunnugt um. En allt hitt, hvort sem var á sviði menningarmála o.fl. Það var meira en ég hafði gert mér grein fyrir.

Það var fróðlegt að kynnast uppvaxtarárum höfundar sem og þeim persónulegu tengslum við fjölmarga einstaklinga sem hann var í, fyrst kannski í gegnum föður sinn, en síðan auðvitað ígegnum sín eigin tengsl. Þessi hluti bókarinnar var kannski á köflum langdreginn en aðrir kaflar bæta það svo sannarlega upp.

Millikaflarnir um eftirstríðsárin voru mjög fræðandi þótt ég hafi auðvitað þekkt þá sögu nokkuð vel. Áhugaverðasti hlutinn að mínu mati voru árin sem ég var sjálfur kominn til starfa, eftir 1974, og þá kynntist maður vel störfum Jóhannesar í nokkru návígi sem hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun á þeim sviðum þar sem samskiptin við Seðlabankann voru mjög náin.

Það var síðan lokahlutinn þegar Jóhannes var löngu hættur störfum sem mér fannst mjög fróðlegt að heyra hans mat á aðdraganda og orsökum bankahrunsins 2008. Þar var hann algjörlega með puttann á púlsinum með sína greiningu á helstu orsökum þess, þ.e. glæfralegri áhættustefnu bankanna sem á endanum leiddi til bankahrunsins. Ég hefði gjarnan þegið að hans rödd hefði heyrst fyrr.

Bókin fær hæstu einkunn hjá mér og finnst aðdáunarvert að Jóhannes hafi ráðist í þetta verkefni, 98 ára gamall.
Profile Image for Snorri Stefánsson.
81 reviews1 follower
September 16, 2023
Verkalýðshreyfingin og sósíalisminn fá á baukinn í annars frekar flatri ævisögu. All að einu áhugaverð innsýn í líf Jóhannesar og prýðis upprifjun á íslenskri hagsögu á 20. öld.
Displaying 1 - 2 of 2 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.