Vettvangur þessarar nýju skáldsögu Guðbergs Bergssonar er Reykjavík vorra tíma og á ytra borði fjallar hún um hjónaskilnað og hrellingar samfara honum.
Aðalpersóna og vitundarsmiðja frásagnarinnar er sálfræðingur, fráskilinn og stendur í sífelldum flutningum milli forstofuherbergja sem leigð eru út af fráskildum eigindkonum annarra manna. Hugarástand hans er í rúst, eiginkona hans fyrrverandi hefur tendrast upp af kvenfrelsisboðskap og vill síðan ekki þýðast hann né leyfa honum að umgangast dæturnar tvær. Sagan segir frá einum sólarhring á eirðarlausu rangli mannsins um borgina.
Heimur sögunnar er hugarheimur mannsins og frásagnarblærinn og því víða óraunverulegur og draumkenndur. Á þessu flandri birtist lesanda kyndugur þverskurður af borgarlífi og hugsunarhætti fólks. Sagan leiftrar af fyndnum uppátækjum og skemmtilegum athugunum. Guðbergur kann flestum höfundum betur list skopstælingar og íróníu. Þannig eru hátíðarlegur orðræður og hugsanir persónanna víða settar í afkáralegt samhengi og birtast lesanda í nýju ljósi.
En öðrum þræði er þessi skáldsaga ígrundaðri og alvarlegri en t.d. síðasta bók höfundar, samhliða grátbroslegum söguþræði og einatt öfgafullum persónulýsingum. Sagnagerð Guðbergs Bergssonar hefur, ekki síst á síðustu árum, einkennst af mikilli grósku og sífelldri endurnýjun. Þessi saga er einna skýrastur vottur þess. Frásagnarstíllinn er nýr og viðrist hér komin niðurstaða af formtilraunum Guðbergs á síðustu árum sem sameinar ýmsa bestu eiginleika skáldsagna hans, gamalla og nýrra.
Guðbergur qualified as a teacher from the Iceland University of Education in 1955, went to Spain for further studies and graduated in Spanish, Literature and Art History from the University of Barcelona in 1958. Since then he has spent much of his time in Spain. His first books, the novel Músin sem læðist (The Mouse That Creeps) and the poetry collection Endurtekin orð (Repeated Words), appeared in 1961. Since then he has published numerous books of various kinds: short stories, over 20 novels, children's books, autobiographical novels and more. He has also written articles about literature, art, and social issues for newspapers and magazines. Guðbergur Bergsson is one of Iceland's most prolific translators from Spanish and has thus played an important part in introducing Spanish and Latin-American authors in Iceland. His own books have been translated into several languages and the novel Svanurinn (The Swan) has received critical acclaim in many countries. Guðbergur received the Nordic Prize from the Swedish Academy in 2004.