Barn náttúrunnar segir frá náttúrubarninu Huldu og heimsmanninum Randveri sem leitar lífshamingjunnar í fábrotnu lífi bóndans. Óbeisluð og eigingjörn lífsskoðun Huldu tekst á við þrá Randvers eftir einföldu en iðjusömu lífi og sagan fjallar á þann hátt „um siðferðilegan grundvöll mannlífsins", eins og Halldór ritaði í formála að sögunni árið 1964. Sagan er rómantísk og boðskapurinn einfaldur en sterkur - maðurinn á að rækta garðinn sinn í sveita síns andlits og njóta ávaxtanna.
Born Halldór Guðjónsson, he adopted the surname Laxness in honour of Laxnes in Mosfellssveit where he grew up, his family having moved from Reyjavík in 1905. He published his first novel at the age of only 17, the beginning of a long literary career of more than 60 books, including novels, short stories, poetry, and plays. Confirmed a Catholic in 1923, he later moved away from religion and for a long time was sympathetic to Communist politics, which is evident in his novels World Light and Independent People. In 1955 he was awarded the Nobel Prize for Literature.
Frekar slöpp saga en skiljanlega þar sem þetta er fyrsta verk höfundar. Það er alveg vísir að seinni verkum hérna; textinn er fallegur og Laxnesslegur og svo eru ýmsar góðar hugleiðingar persóna. Söguþráðurinn er samt sem áður einfaldur, persónurnar grunnar og ómerkilegar og endirinn frekar kjánalegur. Bókin skilur ekki mikið eftir sig.
Merkilega góð bók fyrir það sem hún er. Afrek 16 ára stráks með stóra drauma. Þegar hann fann ekki viljugan útgefanda fór hann sjálfur með hana í prentsmiðjuna, flúði land og opnaði hana ekki aftur fyrr en 46 árum seinna. Hún var ekki einusinni prófarkalesin.
Ég segi ekki meira en að bókin er vísir að góðum hlutum, þó svo að hún sé ekkert sérstök. Aldrei að vita nema það rætist úr drengnum!
sígildur boðskapur sem á meira skylt með þjóðsögum og ævintýrum heldur en eiginlegum skáldsögum nútímans. þess vegna missir það dáldið marks að segja að persónurnar séu ekki nógu núanseraðar o.s.frv. því þær eru einfaldlega skrifaðar upp úr annarri hefð.
líka frekar viðeigandi að höf. hafi byrjað að skrifa beint upp úr sagnaarfinum sem átti síðar eftir að mynda baksvið skáldverkanna miklu sem síðar komu.
hkl er eins og persónugerving 20. aldarinnar á íslandi og þetta fyrsta verk frá unglingsárunum er mjög góð byrjun þrátt fyrir að vera eðli málsins samkvæmt nokkuð barnslegt og jafnvel barnalegt.
Ein skemmtilegasta Laxness bók sem ég hef lesið hingað til og finnst ólíklegt að mér muni finnast önnur skemmtilegri, fyrir utan kannski Kristnihald undir jökli... Veit ekki alveg hvor mér fannst betri. En mér finnst brjálað að hann var 16 ára að skrifa þetta, en samt ef maður hefur það í huga á meðan maður les bókina má sjá það í textanum og orðavali hans. Það er alveg stundum sem hann talar um hluti sem maður veit alveg að hann á örugglega ekki mjög mikla reynslu af. Eins og Bryndís sagði, þykist hann vita meira en hann veit í rauninni. Samt fannst mér hún alveg ofboðslega vel skrifuð, fílaði dramatíkina í lýsingum hans á öllu. Og þegir ég segi öllu, þá meina ég fokkking öllu. Hann skrifar jafn fallega og dramatískt um fallegt fljót sem skín í sumarsólinni og fullan karl liggjandi á miðjum moldarvegi. Skil að sumum myndi finnast það geggjað pirrandi en mér fannst það bara fyndið og ekki taka neitt frá sögunni.
Sagan fjallar um ástir og örlög persónanna og um það hversu sælt er að vera í sveitinni og hve slæmt borgarlífið er. Einnig er sagan ádeila á kapitalisma. Persónurnar eru dregnar frekar einföldum dráttum, þær eru frekar ótrúverðugar en reyndar ekki alslæmar eða algóðar. Að öðru leyti er náttúrulega alveg ótrúlegt að 16 ára gamall drengur hafi skrifað þessa sögu, þannig lagað séð er hún stórmerkileg.
Halldór skrifaði þessa bók 16-17 ára meðan hann var að fara yfir um í MR rétt eftir að fyrri heimstyrjöldinni lauk. Hún ber þess merki en er samt ótrúleg staðreynd og fínasta bók þó mér finnist aðrar eftir hann augljóslega töluvert betri. Hafandi lesið þær bækur sér maður hér hvað hann er byrjaður að reyna og hvað hann gerir enn betur eftir því sem bókunum fjölgar. Væri til í að gefa henni 3 1/2 en 3 verður að duga hér á síðunni.
Alveg svona sæmileg bók. Margir gallar á henni og plottið dauft og melódramatískt, en það er líka ákveðinn sjarmi yfir henni og það vekur í sjálfu sér aðdáun að höfundurinn hafi samið hana aðeins sextán ára gamall. Fyrst og fremst eru þarna góð fyrirheit, og aldrei að vita nema að með meiri þroska og æfingu muni rætast vel úr snáða.
16 ára geníus kominn fram á íslenska rithöfunda sjónarsviðið. Hamingjan - Nautnahyggja eða verkhyggja? Kemur hún fram í frelsinu eða festunni?
Þessi bók oftast töluð um sem “fínt fyrsta verk” eða “óþroskuð, léleg saga”. Ekki sammála því en sjáum til hvort ég verði sammála Laxnes sjálfum sem sagði 1964 að “þetta mun vera mín besta bók”.
Spenntur að lesa allar bækurnar hans núna. Ætla að lesa þær í tímaröð og miðað við hvernig þessi er og hann bara 16 ára er veisla framundan held ég.