Þrekvirki Páls Valssonar um Listaskáldið góða hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999. Heilsteypt mynd af lífi og starfi margbrotins manns; einstakt verk.
Hlustaði a hana. Fannst hún mjög skemmtileg sérstaklega seinni parturinn. Þetta voru bara hrokafullir gaurar í háskóla og Jónas með ljóðrænan talent. Aðgengileg og setur hlutina vel í samhengi við ríkjandi hugmyndir frá Þýskalandi sem bárust til DK.
Lipur, skýr og vel skrifuð ævisaga sem heldur athyglinni allan tíma, falleg blanda af ævihlaupi skáldsins og skáldskap hans. Páll Valsson gerir hér allt rétt. Hann notar þó aldrei orðið alkóhólismi sem stundum væri líklegasta skýringin á hegðun skáldsins, en mögulega lætur hann lesendum slíka greiningu eftir.
Um margt nauðsynlegt innleg í sögu þessa merkilega skálds. Hins vegar er það athyglivert að lesa um sporgöngumenn íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. Á meðan þeir áttu það sameiginlegt að vilja Íslandi allt voru þeir í raun ósammála um allt annað. Þrætugirni, langrækni og almennt tuð eru vel skrásett í þessari merku bók og minna okkur Íslendinga á það að á síðustu 200 árum höfum við lítið sem ekkert breyst.
Frábær ævisaga um okkar þekktasta og án efa besta skáld hann Jónas!
Dregur lesanda í gegnum stutta en annasama ævi Jónasar á Íslandi og í Danmörk á þéttum 500~ blaðsíðum. Farið er ýtarlega ofan í nær allar skorður sem hægt er að hugsa og fær lesandinn heildstæð mynd af umhverfi Jónasar og þeim áhrifum sem hann hefur orðið fyrir bæði í heimahögum og handan. Ekkert sem ekki er hægt að sannreyna er gefið í skyn af hálfu höfundar en hann fær lesendur til að hugsa um ýmsa þætti sem gætu hafa spilað inn í líf Jónasar.
Mæli eindregið með fyrir þá sem vilja kynnast Jónasi Hallgrímssyni og þeim straumum, lifnaðarháttum og áskorunum sem stóðu frammi fyrir íslensku þjóðinni á fyrri hluta 19. aldar.
Góð frásögn af merku lífshlaupi. Flest þekkjum við skáldið Jónas. Hér fáum við einnig að kynnast vísindamanninum Jónasi, og hvernig þessar tvær hliðar má greina í verkum hans. Páll Valsson gerir öllu góð skil, jákvæður en hlutlægur.
Mjög yfirgripsmikil og ítarleg ævisaga. Dregur fram helstu þætti í lífi Jónasar, jafnt jákvæða sem neikvæða, á mjög smekklegan hátt. Forðast órökstudda palladóma. Lætur lesandanum eftir að draga sínar eigin ályktanir á grundvelli tiltekinna heimilda.