Jump to ratings and reviews
Rate this book

Svartur á leik

Rate this book
Hinn margslungni Stebbi psycho, hraustmennið Tóti, hinn dularfulli Brúnó, Dagný hin fagra, Jói Faraó og Frostaskjólstvíburarnir Krummi og Klaki – allt eru þetta leikendur í óvæntri og margbrotinni fléttu sem spannar nær tvo áratugi. Svartur á leik er saga sem markar tímamót í íslenskri skáldsagnaritun. Stefán Máni dregur upp trúverðuga og sannfærandi mynd af undirheimum Reykjavíkur, sem er byggð á umfangsmiklum athugunum. Hraði og spenna eru í fyrirrúmi, lesturinn er sannkölluð rússibanareið gegnum íslenska glæpasögu síðustu áratuga og engin leið er að leggja bókina frá sér fyrir en hún er á enda.

550 pages, Hardcover

First published January 1, 2004

11 people are currently reading
50 people want to read

About the author

Stefán Máni

37 books99 followers
Stefán grew up in Ólafsvík and lived there until over the age of 20. After school he did general manual labour and service jobs. To name a few, he worked in the fishing industry, did building work, plumbing, gardening, was a security guard, a cleaner, worked with teenagers and cared for the mentally ill.
He has now written eight novels, the first coming out in 1996, Dyrnar á Svörtufjöllum (The Door in the Black Mountains).

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
44 (23%)
4 stars
85 (45%)
3 stars
36 (19%)
2 stars
19 (10%)
1 star
4 (2%)
Displaying 1 - 5 of 5 reviews
Profile Image for Ásmundur Alma.
6 reviews3 followers
August 9, 2024
Ok. Ég skal alveg byrja á því að segja að það er ekkert allt slæmt við þessa bók. Söguþráðurinn nær alveg að vera svoldið grípandi og spennandi. Ef spennandi saga er allt sem þú þarft, en léleg persónusköpun og klígjuleg málnotkun fer ekkert í taugarnar á þér, þá er þessi bók eitthvað fyrir þig.

Hins vegar, þá þjáist þessi bók af tveimur skelfilegum vanköntum, sem skemmdu hana svo mikið fyrir mér að ég einfaldlega gat ekki klárað hana.

Sú fyrsta er að hún er stútfull af klisjum og persónurnar eru allar grunnar erkitýpur sem hafa enga dýpt. Klisjan sem bókin byggist á er "saklausi sveitarstrákurinn sem kemur og spillist í hættulegum heimi borgarinnar". Þessi klisja allt í senn gömul, léleg og hreinlega villandi og ótrúverðug. Engin persóna bókarinnar hefur neina sérstaka dýpt, og eru allar frekar leiðinlegar og þurrar.

Svo er það sem er eiginlega hreinlega verra, og fór mest í taugarnar á mér. Málnotkunin og orðaforði höfundar er skelfileg og endurtekningarsöm. Hann má alveg eiga hrós fyrir að gera heiðarlega tilraun til að skrifa "gritty" glæpasögu og vera ekkert af skafa af hlutunum t.d. með að þeim kynferðislegu senum sem hann skrifar. En það sem skemmir alveg fyrir því er að orðaforði höfundar virðist ekki hafa tekið neinum þroska frá því hann var 8 ára. Hver myndi t.d. nota orðið "titlingur" annar heldur en strákur í kringum átta ára aldurinn? Sér í lagi þegar það er endurtekið notað mjög oft í gegnum bókina.
Profile Image for Kristín.
551 reviews12 followers
August 22, 2023
Sko, það er eiginlega erfitt að meta gæði þessarar bókar því þetta er einfaldlega tegund bóka sem ég hef engan áhuga á. Mig langar ekki að kafa inn í heim smákrimma. Mig langar ekki að kynnast þeim frekar. Ég hef mun meiri áhuga á að sjá lögguna klófesta þetta lið. Þess vegna líkar mér Hörður Grímsson og kollegar hans. En hefði einhver getað skrifað bók um krimma sem mér líkaði þá hefði það verið Stefán Máni. Svo ég lét á það reyna. Ég er greinilega bara vonlaust tilfelli.
Profile Image for Helga.
520 reviews10 followers
June 3, 2019
2,5 - This was not quite what I was expecting. Wanted more from this. Probably would have liked this more had I read this when it came out and it was more shocking than it is today.

The writing was fine but the book could have been shorter.
Profile Image for Dabbi.
32 reviews
November 2, 2024
Besta íslenska bókin sem ég hef lesið grjóthörð! segir margt um Ísland frá okkar besta höfundi p.s myndin er líka snilld!!!
Displaying 1 - 5 of 5 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.