Þetta er trúnaðarbréf Hlínar Agnarsdóttur til lesenda. Á opinskáan og einlægan hátt segir hún frá sextán ára sambúð með manni sem glímdi við alkóhólisma öll helstu manndómsárin og dó langt fyrir aldur fram úr krabbameini. Hlín sýnir okkur hér inn í heim aðstandandans, sem hún kallar mótleikara í hinum hættulega tvíleik. Fíknin herjar ekki eingöngu á þann drykkfellda heldur smitar út frá sér og brýtur niður þá sem standa honum næst. Kærleikur og dirfska einkenna frásögn Hlínar, hún nálgast viðkvæmt efnið úr óvæntri átt og gerir þessum kafla í lífi sínu heiðarleg skil. Það er kominn tími til að halda áfram og láta lífið rætast.
Hlín Agnarsdóttir has studied Drama at the Universities of Uppsala and Stockholm, and directing in London. She has written three books, the novels Hátt uppi við Norðurbrún (High up by North Edge) and Blómin frá Maó (The Flowers from Mao), as well as her autobiography Að láta lífið rætast (Letting Life Work Itself Out). She has also written stage plays, which have been performed in the National Theatre of Iceland, and scripts for television and radio. She has directed in all the foremost theatres in Iceland, as well as translating plays by Lars Norén.
Kláraði þessa mögnuðu bók á tveimur dögum. Ótrúlega falleg, sár, hlý og sönn lýsing á flóknum dansinum á milli alkóhólista og aðstandanda. Mæli eindregið með.
Einlæg og opinská og vel skrifuð um baráttuna við alkóhólisma og svokallaða meðvirkni. Afstaða höfundar til trúboðsins innan AA samtakanna og annarrra samtaka tengda þeim er gagnrýnislaus, enda byggir trú á gagnrýnisleysi. Eftir að hafa lesið þessa bók og fundið fyrir vaxandi pirringi vegna þessa gagnrýnisleysis, kom loksins gagnrýnin eða að minnsta kosti krítísk afstaða í seinasta hluta bókarinnar.