Þegar Ari Þór Arason fær himinháan erlendan greiðslukortareikning sem hann kannast ekkert við tekur líf hans algjörum stakkaskiptum. Reikningurinn er nýlegur og virðist hafa átt að berast föður og alnafna Ara sem hvarf með dularfullum hætti mörgum árum fyrr, þegar Ari var barn að aldri. Hann ákveður að leita skýringa á þessum undarlega reikningi og um leið heldur hann á vit fortíðarinnar í leit að sannleikanum um föður sinn. Hvers vegna hvarf hann sporlaust? Hvernig gat hann skilið eiginkonu og son eftir í einsemd og sorg? Hvar er hann niðurkominn? Eða var hann kannski myrtur og hver vildi hann þá feigan? Ragnar Jónasson er ungur lögfræðingur sem hefur þýtt á annan tug bóka eftir Agöthu Christie en sendir hér frá sér sína fyrstu skáldsögu - spennusögu úr íslenskum veruleika.
Ragnar Jonasson is author of the award winning and international bestselling Dark Iceland series.
His debut Snowblind, first in the Dark Iceland series, went to number one in the Amazon Kindle charts shortly after publication. The book was also a no. 1 Amazon Kindle bestseller in Australia. Snowblind has been a paperback bestseller in France.
Nightblind won the Dead Good Reader Award 2016 for Most Captivating Crime in Translation.
Snowblind was called a "classically crafted whodunit" by THE NEW YORK TIMES, and it was selected by The Independent as one of the best crime novels of 2015 in the UK.
Rights to the Dark Iceland series have been sold to UK, USA, France, Germany, Italy, Canada, Australia, Poland, Turkey, South Korea, Japan, Morocco, Portugal, Croatia, Armenia and Iceland.
Ragnar was born in Reykjavik, Iceland, where he works as a writer and a lawyer. He also teaches copyright law at Reykjavik University and has previously worked on radio and television, including as a TV-news reporter for the Icelandic National Broadcasting Service.
He is also the co-founder of the Reykjavik international crime writing festival Iceland Noir.
From the age of 17, Ragnar translated 14 Agatha Christie novels into Icelandic.
Ragnar has also had short stories published internationally, including in the distinguished Ellery Queen's Mystery Magazine in the US, the first stories by an Icelandic author in that magazine.
He has appeared on festival panels worldwide, and lives in Reykjavik.
Ég fattaði að ég hefði aldrei lesið neitt eftir Ragnar og ákvað barasta að byrja á byrjuninni. Fínasta lesning og mig langaði alltaf að vita hvað gerðist næst.
Tímaflakkið í bókinni var mikilvægt söguþræðinum, en það fór örlítið í taugarnar á mér hvernig það var sett upp. Ruglaði mig frekar en ef það hefðu bara verið dagsetningar. Einnig fannst mér ég ekki fá að kynnast sögupersónunum nægilega, en ætli það komi ekki í næstu bókum í seríunni. Fölsk nóta skyldi mig allavega eftir nægilega forvitna til að halda áfram að lesa um Ara.
2,5 - Þessi bók ber greinileg merki fyrstu bókar einkenna. Sagan er fín, en skrifin sjálf eru ekkert merikileg. Þar sem þessi bók var aldrei þýdd yfir á ensku þrátt fyrir að seinni bækur í seríunni voru þýddar er ég nokkuð viss um að bækurnar batna með tímanum.
Það sem mér líkaði: ☀️ Tók mig stuttan tíma að lesa hana ☀️ Áhugaverð hugmynd og ágætlega leyst úr ráðgátunni.
Það sem mér líkaði ekki: ☁️ Skrifin voru því miður ekki upp á marga fiska, en ekkert hörmulegt. ☁️ Hoppin á milli mismunandi tímabila.
Þetta er fyrsta bókin um Ara og hún ber þess svolítið merki að um óreyndan höfund er að ræða en þó ekki svo að það trufli. Ég hefði gaman af því að fylgja Ara í leitinni að föður sínum þótt stundum hafi Ragnar dregið mann óþarflega lengi á upplýsingum sem maður var í raun búinn að átta sig á hvort eð var, svo sem með Silvíu.
Fyrsta bókin hans Ragnars. Ég skil frekar lága einkunnagjöf lesenda því hún er frekar leiðinleg aflestrar, aðallega vegna þess að textinn er mjög flatur og jaðrar stundum við að vera pirrandi. En bókin fær þriðju stjörnuna frá mér vegna þess að fléttan er frábær. Ef maður getur lesið hratt svo maður þurfi ekki að þjást yfir leiðindatextanum er það vel þess virði að lesa bókina fyrir plottið.
3,5 ⭐️ Hlustaði á hljóðbókina, góð og áhugaverð saga. Mun halda áfram með hljóðbækurnar í þessari seríu en væri mjög gott að komast yfir prentuð eintök til að lesa og njóta betur seinna.