Detective H. Grímsson has solved many murder cases and has captured quite a few dangerous criminals and madmen. He is intelligent, hard as nails and very resourceful. But he is also his own worst enemy. After an unfortunate shooting incident in Iceland's largest shopping mall on Christmas Eve, he is demoted to a police deputy in a small rural village in eastern Iceland. Grímsson's plan is to kick back, drink some beer and enjoy this time away from home.
When two young female hitchhikers disappear, Grímsson fears that the girls are lost in the highlands or have drowned in the merciless glacial river. But then one of the girls wanders naked into the village and dies in Grimsson's arms. Grímsson organizes a massive search for the second missing girl. Is one of the villagers responsible for the girls’ disappearance? The perpetrator could easily be a member of the rescue team looking for the missing girl.
When Grímsson finds out that foreign girls have disappeared in the area before, he realizes that he might be dealing with a devious serial killer—a real monster who hides behind an innocent and bland façade. Evil is at large.
Stefán grew up in Ólafsvík and lived there until over the age of 20. After school he did general manual labour and service jobs. To name a few, he worked in the fishing industry, did building work, plumbing, gardening, was a security guard, a cleaner, worked with teenagers and cared for the mentally ill. He has now written eight novels, the first coming out in 1996, Dyrnar á Svörtufjöllum (The Door in the Black Mountains).
Ég bara get ekki tekið sögu alvarlega þar sem 90% af persónum eru karlmenn, og konurnar eru annaðhvort fórnarlömb, geðsjúkar eða hjásvæfur. Svo passar það engan veginn að aðalpersónan hafi verið rannsóknarlögregla því hann gleymir ÖLLU sem hann ætlaði að spurja fólk um og mikilvægum atriðum í rannókninni!!! Ég bara trúi því ekki að það búi engar konur með viti á Kirkjubæjarklaustri.
Kom verulega á óvart.... persónur breyttust þegar leið á söguna. Var nokkuð lengi í vafa um sökudólginn, fannst margir koma til greina... en svo skýrðist auðvitað margt... og þá varð niðurstaðan augljós 😁🤪
Mjög spennandi bók. Hélt manni á tánum og maður fór víða í getgátum sínum um hvað gerðist og hverjum maður gat treyst og hverjum ekkk. Elska hvað bækur Stefáns Mána eru þægilegar í lestri en samt fara alveg í smáatriði. Mæli með 🙂
Obboðslega lengi að klára þessa. Kannski bara pabbaþreyta á kvöldin. En hún hélt mér ekki fyrr en í restina. Reyndar aðeins í upphafi líka. En þetta er óvenjulegt miðað við aðrar bækur Stefáns Mána. Hlakka samt til að lesa næstu.
Fannst þetta mjög góð bók, áhugaverð og öðruvísi en aðrar bækur með Herði. Vorum í sumar að ferðast á sömu slóðum og fórum að flestum þessa staði í sögusviðinu.
Er Hörður hinn nýi Erlendur? Finnst krimmarnir hans Stefáns Mána skemmtilegir. Vel lesið hjá Rúnari Frey. Vissi of snemma hver morðinginn var til að splæsa í fleiri stjörnur. En klárlega besta íslenska glæpasagan þetta árið hingað til (á alveg nokkrar eftir sko)
Ég hef alltaf býsna gaman af að lesa bækurnar um Hörð Grímsson en stundum langar mann að hrista hann til. Í þessari bók er hann t.d. svo langt frá því að vera faglegur í vinnu sinni og þá kannski sérstaklegra stöðu varðstjórans. Það er eins og honum finnist venjuleg lögreglustörf fyrir neðan sína virðingu nú þegar hann er búinn að vera í rannsóknarlögreglunni. En honum fipast reyndar líka í þeirri viku og virðist ekki átta sig á einföldum hlutum og gleymir spurningum. En mér þykir vænt um þetta tröll og mér fannst þessi bók fín. Hún hélt mér alla vega við efnið. Ég legg samt til að Stefán Máni hvíli í næstu bók um Hörð eftirfarandi nafnliði og setningar: rauðhærði risinn, gamli sléttuúlfurinn og Hörður roðnar af reiði. Ég veit að hann er fullfær um að nota aðeins fjölbreyttara mál.
Þessi var ekki nógu góð, því miður. Persónusköpunin fátækleg sem og orðanotkunin. Mætti fara í sjússakeppni, einn í hvert skipti sem sagt er "þurrlega" og "gamli sléttuúlfurinn". Hörður er líka fremur óspennandi karakter, ekki bara durtur heldur frekar leiðinlegur og ófrumlegur - sem er eiginlega ótækt fyrir söguhetju. Mikið af macholátum til staðar og kvenímyndirnar veikar. Hefði líka kosið að kafað væri meira ofan í hugarheim gjörningsmannsins, sem reyndist hafa áhugaverða sögu að baki, þótt líklega hafi flestir verið búnir að ráða gátuna langt á undan Herði, sem virðist á köflum glíma við störuflog og væg elliglöp. Upplifun hans af feigð er líka ansi langsótt og ekki alveg nógu trúverðug. Verð þó að segja að bókin fræddi mig töluvert um hina ágætu hljómsveit Kansas og atriðið þar sem hann hirtir strák fyrir að graffa ekki merkilegri hljómsveit en Metallica er eitt besta atriði bókarinnar. Það er þó eitthvað.
DUST IN THE WIND by STEFAN MANI is a fast-paced whodunit. The action takes place in a small village in Iceland. Horour, a detective of notoriety, is sanctioned for killing a man in the line of duty. His superior sends him to this "nothing ever happens here" village for the summer months. While on his watch two female backpackers are abducted. It becomes his deprtment's job to find the perp. One thing gets in the way...he is a department of one!
Great story except for the editing. Stefan gets a pass since he's Icelandic. Stefan sprinkles clue crumbs in the first half so by the middle of the book I was quite sure who committed this heinous crime. I hope to read other novels by Stefan Mani.
4,2 - Ágætlega spennandi og heldur manni við efnið. Nokkur atriði sem pirruðu mig samt, þetta endalausa "rauðhærði risinn" ég var alveg komin með upp í kok. Og einnig hversu oft hann (rauðhærði risinn) roðnaði af reiði. Maðurinn á við alvarlega skapgerðarveilu að eiga. "Gamla kona" fannst mér líka dálitið furðuleg lýsing. Konan er um sjötugt, í fullri vinnu, keyrir landrover (eða einhvern jeppa) og virtist ekki beint vera neitt "gamla konan". Í heild sinni er þetta þó fín bók og heldur manni við efnið.
Fjórða bók ársins. Það sem gerði mig spennta fyrir þessari bók var tengsl hennar við gamalt morðmál á Suðurlandi þegar tvær stúlkur sem voru að ferðast á puttanum um Ísland urðu brjáluðum heimamanni að bráð. Þó svo að bók Stefáns byggi aðeins mjög lauslega á því máli og glæpurinn sé á engan hátt eins og í þessu gamla máli var gaman að lesa þessa með hitt málið í huga. Skemmtileg bók sem ég er ekki frá því að slái fyrri sögum út.
Þessi níunda bók um Hörð Grímsson hélt spennunni frá upphafi til enda, vel gert hjá höfundi. Góð og hæfilega hröð atburðarás, og morðinginn læddist pínu aftan að manni.
Merkilegt samt hvað Hörður Grímsson endist sem rannsóknarlögreglumaður, miðað við hvað hann drekkur mikið, og með allar þessar sálarflækjur. Kannski kominn tími á að senda hann í meðferð, þar sem hann einnig fær sálfræðihjálp? Það gæti nú komið ágætis bók út úr því. Hef samt gaman af því hvað hann er mjúkur maður innst inni, þrátt fyrir töffaraskapinn. Skyggn í þokkabót, fátt íslenskara en það.
Stefán Máni mætti íhuga alla þessa frasa sem hann síendurtekur, þeir geta orðið pínu þreyttir. "Hörður drepur tittlinga, smellir/skellir í góm, roðnar af ....., rauðhærði risinn, gamli sléttuúlfurinn". Spái stundum í því hvernig þetta komi út í þýðingum á önnur tungumál ;P
Ég myndi gefa bókunum um Hörð Grímsson 5 stjörnur, ef það væri ekki fyrir svona "pirrings-móment" eins og frasana, og hvað Hörður getur verið flæktur í sjálfum sér. Finnst svo ótrúverðugt að nokkur geti enst hreinlega í nokkurri vinnu, hvað þá sem rannsóknarlögreglumaður, í þannig ástandi.