Keimur af sumri gerist í ljúfu andrúmslofti fyrir stríðsára, þegar íslenska þjóðin er að vakna til lífs af löngu skeiði breytingarleysis. Fyrsti þytur nýrra tíma fer um byggðir, en hindurvitni og skondnir tilburðir eiga rætur aftur í tímanum. Allt blandast þetta saman í einni órofa heild, uns sá keimur af sumri sem þarna er lýst verður einnig keimur nýrrar grósku og nýrra umsvifa.