Jump to ratings and reviews
Rate this book

Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn

Rate this book
Þessi berorða, skarpskyggna og bráðfyndna saga af hetjunni sem fann þrjár óbrigðular aðferðir til að eignast óskilgetin börn er nú endurútgefin eftir tvo áratugi. Bókinni var þó ekki ætlar að koma aftur út, heldur skyldi hún standa sem minnisvarði um úreltan hugsunarhátt. Samt er hér fátt sem lesendur nútímans kannast ekki við úr eigin ranni. Það fellur líka seint í aðal þessarar bókar - óbrigðula fundvísi Auðar á hræsni og yfirdrepsskap og hæfileika hennar til að lýsa honum svo úr verður konungleg skemmtun.

303 pages, Paperback

First published January 1, 1979

19 people are currently reading
172 people want to read

About the author

Auður Haralds

12 books15 followers
Auður Haralds er íslenskur rithöfundur. Fyrsta skáldsaga hennar, Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn árið 1979, vakti mikla athygli sem opinská grátbrosleg lýsing á hlutskipti kvenna við upphaf ákveðins kafla í kvennabaráttu á Íslandi. Hún fylgdi henni eftir með Læknamafían árið 1980 og Hlustið þér á Mozart? 1982. Skömmu síðar komu út þrjár bækur hennar um Elías sem byggðu á innslögum sem hún skrifaði fyrir Stundina okkar, sem Sigurður Sigurjónsson lék, og unglingabókin Baneitrað samband á Njálsgötunni. 1987 kom svo út síðasta skáldsaga hennar til þessa, Ung, há, feig og ljóshærð.

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
115 (37%)
4 stars
145 (47%)
3 stars
37 (12%)
2 stars
6 (1%)
1 star
0 (0%)
Displaying 1 - 25 of 25 reviews
Profile Image for Elinóra Guðmundsdóttir.
63 reviews
February 15, 2022
Ok wow. Þessi bók kom mér á óvart, hafði heyrt hana nefnda og sá hana svo á Storytel. Hvílíkt og annað eins. Finnst ég skilja mömmu mína aftur í tímann þegar hún var að reyna að útskýra einhvern veruleika 7.,8., og 9. áratugarins. Sé ömmu mína og afa ljóslifandi fyrir mér í þessu samfélagi og heyri þau nota sömu frasa.

Auður segir í eftir/for mála (ég hlustaði á endurútgáfuna) að bókin sé ekki góð, ekki vel skrifuð. Mér fannst hún þvert á móti dásamlega kaotísk og eitthvað svo sönn. Nákvæmlega eins og hún átti að vera.

Ég hugsaði að Auður hefur verið á sínum tíma það sem Kamilla Einars er í nútímanum, þið vitið, þetta með hispursleysið.

Allavega bravó!
Profile Image for Agnes Ósk.
221 reviews
June 24, 2024
Skemmtileg hún Auður. Undir húmornum er nístandi sár.
Profile Image for Katla.
9 reviews3 followers
April 24, 2021
Svakalegur orðaforði, hárbeittur húmor og no bullshit
Profile Image for Kristín.
552 reviews12 followers
December 1, 2021
Þessi bók er bæði sprenghlægileg og grátleg í senn auk þess sem maður fyllist réttlátri reiði yfir því hversu skilningssljótt kerfið hefur löngum verið. Auðvitað höfum við náð langt hvað jafnréttismál varðar og það er ekki lengur skilyrði að hræra í pottum með typpinu — merkilegt annars hvernig konur hafa lengst af getað séð um alla eldamennsku á heimilinu á meðan þeim er fyrirmunað að gera það í atvinnuskini. Konum er í dag treyst betur fyrir því að taka lán en körlum sem sitja inni fyrir efnahagsbrot - eða ég vona það. Og fólk hefur líka áttað sig á að það er vissulega hægt að geta barn utan hjónabands. En því miður grunar mig að ýmislegt sem Auður lýsir í bók sinni eigi enn við. Því á þessi bók enn töluvert erindi við okkur — ekki bara til að sýna okkur hvernig lífið var á áttunda áratugnum heldur líka hvaða baráttu enn þarf að heyja.
Profile Image for Ásta Ólafs.
319 reviews26 followers
November 28, 2021
Svo sannarlega góð, vel skrifuð og grípandi.

Þessi íslenski þrúgandi raunveruleiki er samt svo leiðinlegur og ömurlegur að það gerir bókina dáldið erfiða í lesningu. Bókin er þörf og áhugaverð, en ég er persónulega þreytt á lýsingum um hvað allt var skítt og hræðilegt. 
Set nú 4 stjörnur þar sem þetta er glæsileg bók, en 2.5-3 stjörnur væru kannski nær því sem mér fannst um hana á meðan ég var að lesa (til að vera fullkomlega heiðarleg).
Profile Image for Berglind Steinsdóttir.
68 reviews2 followers
March 13, 2022
Ein af stjörnunum í mínu lestrarlífi. Ég valdi að skrifa BA-ritgerðina mína um húmorinn í þessari bók - og hann er sko ómældur enda notar sögupersónan hann til að lifa af allar hremmingarnar. Auður Haralds er vanmetin. Að vísu veit ég að margir lesendur fíla hana en ég held að hún hafi aldrei orðið sú stjarna í bókmenntaheiminum sem hún á skilið.
Profile Image for Siggeir.
75 reviews2 followers
January 1, 2024
Frábær bók. Virkilega groddaleg á köflum en Auður nær að varpa skemmtilegu ljósi á þungt umfjöllunarefni og þann raunveruleika sem íslenskar konur bjuggu við á þessum árum. Þó svo að umjföllunarefnið sé þungt skellti ég ósjaldan upp úr við lesturinn. Mér finnst að sem flestir ættu að lesa þessa bók.
Profile Image for Ester.
40 reviews1 follower
December 31, 2021
Fannst þessi bók æði. Hún minnir mig á sögur sem amma mín, einstæð móðir þriggja skilgetinnar barna sagði mér. Mér finnst þetta eiginlega ágætis heimild um hvað formæður okkar þurftu að ganga í gegnum. Kveðja frá einstæðri móður sem valdi það sjálf
5 reviews
January 10, 2023
Vá, hvernig hef ég komist upp með að varla vita af, hvað þá lesa þessa bók þar til núna! Þvílíkt spark sem þetta hefur verið á sínum tíma inn í feðraveldið. Á enn við og er mjög merkilegt innlit inn í tíma sem er svo nálægt okkur.
270 reviews
April 24, 2023
Hvunndagshetjan er ekki jafn beitt í dag og hún var á sínum tíma. En skemmtileg lesning samt sem áður. Mannlýsingar eru dásamlegar.
Profile Image for Rut.
16 reviews
Read
September 25, 2023
Ef konur eiga alltaf að vera í eldhúsinu en mega ekki verða kokkar, ætli það sé þá ekki bara af því að þeir hræra í pottunum með typpinu.

8.5/10
Profile Image for Lella Erludóttir.
50 reviews
December 29, 2024
Auður Haralds er þjóðargersemi og þessi bók sannar það. Grátbrosleg harmsaga hvar hið ástkæra og ylhýra er notað sem hárbeitt vopn. Annað eins vald á tungunni er vandséð og Auður veður af öllum kröftum í feðraveldið, ofbeldi, kynlíf, fátækt, sambönd og fjölskyldutengsl og fær lesandann til að endurhugsa tilveruna. Algjör bomba.
Profile Image for Kollster.
434 reviews17 followers
November 26, 2021
Stórkostleg bók í alla staði. Fáránlega fyndin en í leiðinni átakanlega erfið þegar maður hugsar um söguna eftir lesturinn.
Ég skil ekki að ég hafi ekki lesið þessa bók fyrir löngu síðan.
Held jafnvel að þetta sé mín uppáhalds bók frá og með núna.
Displaying 1 - 25 of 25 reviews

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.