“Allir í hringnum höfðu hátt um sig og gripu hver fram í fyrir öðrum. Hitalampi brann í loftinu fyrir ofan þau. Lilja fékk sér sopa af bjórnum og þegar hún setti hann aftur á borðið, fann hún að hávaðinn og skarkalinn á reykingasvæðinu fjaraði smátt og smátt út þar til herbergið varð fullkomlega hljóðlaust. Allt stöðvaðist. Fólk hætti að hreyfast; varð líkara útklipptum pappamyndum af sjálfu sér. Hún fann hitalampann brenna á hnakkanum og leit á strákinn sem sat við hliðina á henni og sá birtuna streyma á andlitið á honum. Haka hans lyftist upp í sömu andrá og hljóðið skall aftur á. Einhver kveikti sér í sígarettu. Kolla lyfti bjór að vörum sér og saupMannfólkið varð aftur raunverulegt.
„Ég ætla á klósstið,“ kallaði Kolla í eyrað á Lilju og stuggaði við henni. Rödd hennar skar rönd í hávaðann. Þær stóðu upp í sömu andrá og glas skall í gólfið og molnaði. Hlátrasköll brutust út á borðinu á móti þeim. Kolla ýtti við öxlinni á Lilju og þær stauluðust út um dyrnar á reykingasvæðinu og aftur inn á barinn.”
―
Sara og Dagný og ég
Share this quote:
Friends Who Liked This Quote
To see what your friends thought of this quote, please sign up!
0 likes
All Members Who Liked This Quote
None yet!
This Quote Is From
Browse By Tag
- love (101635)
- life (79596)
- inspirational (76045)
- humor (44434)
- philosophy (31101)
- inspirational-quotes (28973)
- god (26951)
- truth (24785)
- wisdom (24711)
- romance (24424)
- poetry (23376)
- life-lessons (22680)
- quotes (21164)
- death (20594)
- travel (19839)
- happiness (19082)
- hope (18598)
- faith (18468)
- inspiration (17374)
- spirituality (15775)
- relationships (15695)
- life-quotes (15638)
- religion (15425)
- love-quotes (15412)
- motivational (15367)
- writing (14966)
- success (14207)
- motivation (13224)
- time (12895)
- motivational-quotes (12626)

