Í gær birtist viðtal við mig í Endastöðinni á Rás 1. Ég talaði vítt og breitt við Unu Schram um bókmenntir, mín eigin verk og ekki síst ástríðuverkefnið mitt Stelk, sem er eina íslenska bókmenntatímaritið helgað smásögum.
Hlustaðu hér til að komast að því hvers vegna smásagan er hið fullkomna bókmenntaform, heyra mig lesa upp úr sögunni minni Hamur og tala um vistkerfi og heimsslitasögur eins og venjulega. BÓNUS: Hér er hulunni í fyrsta skipti svipt af nýrri skáldsögu sem væntanleg er með haustinu.
Ef þið hafið enn ekki tékkað á Stelk þá eigið þið gott í vændum. Við ritstjórarnir, ég og Kári Tulinius, vorum að senda frá okkur sjöunda tölublað og sarpurinn er hrein og klár gullkista af frumbirtum sögum eftir marga okkar bestu og áhugaverðustu höfunda, sem hvergi er að finna annars staðar. Stelk má lesa hér.
Published on July 25, 2025 09:38